Veđur til ađ trúlofast

 Ég skellti mér í Vesturbćjarlaugina síđdegis til ađ synda úr mér ţunglyndiđ. Ţađ er sama viđ hvern ég hef talađ í dag, svartsýnin og vonbrigđin eru alls ráđandi í mínum kređsum. Ég heyrđi nokkrar yfirlýsingar um flutning úr landi. Ég veit nú ekki hvort af ţví verđur. Ţar sem ég teygđi mig viđ sundlaugarbakkann í sólinni og horfđi á börnin leika sér međ gleđibrag rifjađist upp fyrir mér saga af séra Halldóri Kolbeins sem var prestur í Vestmannaeyjum ţegar ég var barn. Hann var afar hrifnćmur mađur og tilfinningaríkur og komst oft skemmtilega ađ orđi. Af honum eru margar sögur og hann er talinn ein af fyrirmyndunum ađ séra Jóní Prímusi í skáldsögunni Kristnihald undir Jölkli eftir Halldór Laxness. Ţessir tveir Halldórar voru góđir kunningjar.

Dag einn var Halldór Kolbeins á gangi í Vestmannaeyjum á blíđviđrisdegi og ţeir eru margir í Eyjum.  Ţar sem hann gekki í blíđunni sá hann strák og stelpu koma gangandi á móti sér. Ţegar ţau mćttust breiddi hann út fađminn og sagđi: Ja, nú er veđriđ til ađ trúlofast. Unga fólkiđ rođnađi og hrökk í sundur enda trúlofun ekki á dagskrá. Ég gríp oft til ţessa orđatiltćkis ţegar náttúran skartar sínu fegursta.  

Ţađ var verđur til ađ trúlofast síđast liđinn laugardag í ţađ minnsta hér sunnanlands og alls stađar á landinu í óeiginlegri merkingu. Íslendingar fengu bćđi veđur og tćkifćri til ađ skapa ný sambönd en kusu ađ framlengja gamalt og ţreytt pólitískt hjónaband. Eins og málin standa nú er alls óvíst hvort nokkur trúlofar sig í blíđunni ţessa daga.

Ég segi líkt og dómkirkjupresturinn í Íslandsklukkunni: ţađ er löngu kominn tími til ađ binda enda á ţessa hjónabandsnefnu sem er til hneykslunar öllu góđu fólki í landinu. Reyndar er stór hópur kjósenda ekki sammála mér ţví miđur. Enn er ţó tćkifćri til ađ skapa nýtt, enn er veđur til ađ trúlofast.    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband