16.5.2007 | 17:49
Þýðandi óskast
Ég er að leita að góðum þýðanda úr íslensku yfir á ensku en það er ekki hlaupið að því að finna slíkt fólk. Ég þarf að láta þýða greinina mína um kvennaráðstefnur Sameinuðu þjóðanna og áhrif þeirra á Íslandi (SAGA 2:2006). Eftir nokkra eftirgrennslan komst ég að því að eftirspurn er þvílík eftir enskukunnáttu að þeir sem yfir henni búa er að drukkna í vinnu. Bankarnir ráða til sín enskumælandi fólk og alls konar verkefni hrannast upp á enskumarkaðnum. Þetta er mjög athyglisvert. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir þessu fremur en því að bankarni bíða við dyrnar eftir útskrifuðum verkfræðingum. Þeir búa yfir þekkingu sem nýtist vel í fjármálaheiminum.
Boðskapurinn er: það eru miklir möguleikar fyrir þá sem leggja fyrir sig ensku (eða eru enskumælandi frá blautu barnsbeini) og verkfræði er toppgrein. Við hin höldum bara okkar striki held ég en það er vert að vekja athygli á þessari þróun.
Athugasemdir
Mæli með Silju Báru. Hún er með þýðingarfyrirtæki.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.5.2007 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.