24.5.2007 | 21:02
Eign okkar eša rķki ķ rķkinu?
Ķ kvöldfréttum RŚV var sagt frį žvķ aš Landsvirkjun teldi sig hafa rétt til aš reisa Noršlingaölduveitu, hvaš sem liši ummęlum Ingibjargar Sólrśnar ķ gęr um aš sś umdeilda virkjun vęri śr sögunni. Mér leist ekki į žau ummęli Geirs Haarde aš stjórnarflokkarnir ęttu eftir aš koma sér saman um stękkun frišlandsins ķ Žjórsįrverum. Hann var aš draga śr oršum Ingibjargar.
Įrni Finnsson sagši fyrir nokkru aš Landsvirkjun gęfist aldrei upp. Frišrik Landsvirkjunarforstjóri heimsótti Geir ķ dag og ętlar aš ręša viš Össur išnašarrįšherra sķšar. Hann er aš reyna aš tala žį til, svo aš Landsvirkjun geti haldiš įfram į sinni mjög svo umdeildu braut. Ég spyr: hvernig er žaš er Landsvirkjun ekki rķkisfyrirtęki? Er žaš ekki undir kjörinni stjórn? Žarf fyrirtękiš ekki aš fara aš įkvöršunum stjórnvalda? Hvaš eiga svona yfirlżsingar aš žżša eins og aš žeir hafi virkjunarrétt? Er ekki hęgt aš fella veitt leyfi śr gildi, taka įkvaršanir rķkisfyrirtękisins til baka? Ef rķkisstjórnin įkvešur aš stękka frišlandiš žį į Landsvirkjun aš virša žaš og ekki orš um žaš meir.
Ég held aš ef Landsvirkjun vogar sér lengra ķ Žjórsįrverum og viš Žjórsį, muni žaš kosta miklu meiri įtök en kringum Kįrahnjśkavirkjun. Žaš er nś žegar bśiš aš ganga allt of langt ķ eyšileggingu į ķslenskri nįttśru. Ef naušsynlegt er aš virkja meira ķ žįgu landsmanna veršur aš vanda vališ og virkja žar sem eyšilegging veršur allra minnst.
Žaš er stefna rķkisstjórnarinnar aš marka framtķšarstefnu varšandi nżtingu orkulinda og reyna aš nį sįtt um virkjanakosti. Žvķ mišur viršist svo sem deilur haldi įfram enda ekki viš öšru aš bśast ef menn ętla aš hanga ķ stórišjustefnunni. Nęst verša žaš Žeystareykir og Reykjanesiš. Ef įkvešiš veršur aš byggja įlver viš Hśsvķk žżšir žaš gjörbreytta įsżnd landsins į stóru svęši ķ nįgrenninu. Žar veršur ekki ašeins reist verksmišja heldur munu grķšarleg lķnustęši liggja um sveitir og byggja žarf gufuaflsvirkjun meš öllu sem henni fylgir. žaš žżšir gufustróka, byggingar, affallsvatn, eiturefni, o.s.frv. Nei strķšinu er ekki lokiš, žaš er rétt aš byrja.
Er ekki kominn tķmi til aš koma böndum į Landsvirkjun? Ķbśar žessa lands eiga fyrirtękiš og žaš getur ekki og į ekki aš haga sér eins og stjórnendum žess sżnist, eins og rķki ķ rķkinu. Žaš veršur aš vinda ofan af stórišjustefnunni og taka nżja stefnu. Möguleikarnir eru óteljandi, žaš er višurkennt ķ nżja stjórnarsįttmįlanum. Breytt stefna er eina lausnin til aš koma į friši ķ landinu um nįttśruverndarmįlin.
Setjum Landsvirkjun ķ śtrįs. Nżtum žekkingu į orkuöflun ķ žįgu fįtękra žjóša, žó žannig aš land sé ekki eyšilagt meira en brżna naušsyn ber til. Viš eigum aš virkja og framleiša orku eftir žörfum okkar, en ekki til aš laša aš mengunarišnaš og fórna ķslenskri nįttśru.
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.