Sumar og sjónvarpsgláp

Eitthvert kvöldiđ datt mér í hug ađ skella mér í bíó en eins og svo oft áđur var ekkert í bíóhúsunum sem mig langađi til ađ sjá. Ekki í fyrsta sinn. Endalausar hasarmyndir, hryllingur og manndráp. Ţá er ekki um annađ ađ rćđa en ađ snúa sér ađ sjónvarpinu heima. Ţar tók ekki betra viđ á íslensku stöđvunum. Endalausar glćpamyndir og ofbeldi. Ofbeldisuppeldiđ bregst ekki fremur en fyrri daginn. Ég hef gaman af góđum "leynilögreglumyndum" en ţćr eru sjaldséđar og verđa ţví miđur ć blóđugri.

Ţegar svona háttar til koma norrćnu stöđvarnar mér yfirleitt til bjargar. Norrćnu stöđvarnar nota tćkifćriđ í rigningunni ţessar vikurnar og endursýna vinsćlar seríur. Danska sjónvarpiđ klárađi nýlega ađ sýna vinsćlustu og bestu sjónvarpsţćtti allra tíma ađ mati Dana, Matador, sem var veriđ ađ endursýna í ţađ minnsta í tíunda sinn. Nú eru ţađ Nikolaj og Júlía sem eru sýnd á sunnudögum. Góđ lýsing á lífi nútíma fjölskyldna Ţá er einnig veriđ ađ  endursýna myndir um gamlan kunningja á laugardagskvöldum. Ţađ er sá dásamlegi Inspector Morse en ţćr myndir nutu mikilla vinsćlda á sínum tíma. Morse stenst sannarlega tímans tönn. Í danska sjónvarpinu hef ég líka veriđ ađ horfa á nýja gerđ einnar frćgustu ástarsögu allra tíma, Jane Eyre eftir Charlotte Bronté. Mjög vel gerđ mynd í fjórum ţáttum frá BBC.

Í sćnska sjónvarpinu er ţađ svo Foyle's War, afar vinsćlir ţćttir sem hafa veriđ til sýningar um árabil á Norđurlöndum. Af einhverjum ástćđum sýnir Stöđ 2 einn og einn ţátt svona endrum og sinnum. Ţetta er lögreglumynd af góđa gamla breska skólanum og gerist í síđari heimsstyrjöldinni. Sennilega ekki nógu mikill hasar fyrir strákana á Stöđ 2.

Svo eru ţađ myndirnar um Rómaveldi, Ris og fall Rómaveldis sem er veriđ ađ sýna bćđi í norska og sćnska sjónvarpinu. Ţetta eru leiknar heimildamyndir frá BBC međ fantafínum leikurum. Sá fyrsti var um alţýđuforingjann Tiberíus Graccus, sá annar um Júlíus Sesar og sá ţriđji sem er í kvöld fjallar um Neró keisara sem sat og spilađi á hörpu međan Róm brann. Sannkölluđ karlasaga en valdabaráttan segir sína sögu um menningararf okkar. Stríđ og aftur stríđ. Meira um Rómaveldi í nćsta pistli. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband