19.7.2007 | 19:48
Eins og fiskur í vatni
Það er fróðlegt að fylgjast með ferð Ingibjargar Sólrúnar og fylgdarliðs hennar um löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Enn einu sinni erum við minnt á að það eru tvær hliðar á deilum Ísraela og Palestínumanna, þó að Ísraelsmenn hafi vissulega valdið og vopnin sín megin. Íbúar Ísraels hafa liðið mikið en því miður hafa stjórnvöld þar í landi reynt að brjóta Palestínumenn niður í stað þess að semja við þá og það fyrir löngu. Það hefur allt of lengi verið alið á hatri og hefndum og undanfarið hafa Palestínumenn barist innbyrðis sem er bæði þeim sjálfum og nágrönnum þeirra hættulegt. Ég vona að Ingibjörg Sólrún hafi rétt fyrir sér í því að Ísraelsmenn séu að átta sig á því að frekari upplausn í Palestínu getur leitt til þess að ekki verði við neinn að semja.
Mér finnst Ingibjörg Sólrún standa sig afar vel við að túlka og kynna það sem hún er að upplifa. Hún er eins og fiskur í vatni, fagleg og manneskjuleg í senn. Hún er flottur utanríkisráðherra og ég er viss um að þessi ferð á eftir að verða henni að miklu gagni.
Bloggari sem ég las í dag skrifaði að utanríkisráðherrann væri að flakka um heiminn á kostnað skattgreiðenda og var á honum að skilja að þessi ferðalög væru ónauðsynleg. Hvernig á Ingibjörg Sólrún (sem og aðrir utanríkisráðherrar) að sinna og skilja sinn málaflokk ef hún fer ekki á vettvang og kynnir sér málin? Persónuleg kynni skipta líka miklu máli í samskiptum ríkja. Það er mjög mikilvægt fyrir alla heimsbyggðina að friður komist á við botn Miðjaraðarahafs og þar getur Ísland beitt sér á alþjóðavettvangi. Höfum við ekki verið grátbeðin um að hjálpa flóttamönnum frá Írak sem eru þúsundum saman í Jórdaníu? Ingibjörg Sólrún er á leið þangað til að kynna sér málefni flóttamanna. Ísland er auk þess í framboði til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, hvað sem okkur finnst um það. Fyrst það var ákveðið er eins gott að standa almennilega að málum. Þetta er nöldur í bloggaranum sem á ekki rétt á sér.
Athugasemdir
Sæl Kristín.
Þín afstaða í garð Ingibjargar sem fyrrum Kvennalistakonu er skiljanleg, hins vegar er Ingibjörg búin að ferðast nokkuð víða síðan hún tók við embætti og hlýtur að verða að þola gagnrýni eins og aðrir varðandi það en forverar hennar hafa nú ábyggilega farið eitthvað áður sem eitthvað er til um.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 20.7.2007 kl. 02:19
Hvað ætli ferðalagið kosti fyrir okkur skattgreiðendur, þar sem fjölmennt fylgdarlið fylgir Ingibjörgu og allir ferðast á Saga Class fram og til baka. Þá eru óupptaldir dagpeningar til maka lúksus fólksins og þeirra sjálfra þótt að sendinefndin taki mörg hundruð þúsundir króna í laun á hverjum mánuði þar fyrir utan.
Ég er búin að missa endanlegt traust til Samfylkingarinnar sem hagar sér eins og yfirstéttarfólk auðvaldsins en fylgir ekki jafnaðarstefnunni sem hún hefur gefið sig út fyrir að fylgja.
Án efa ferðast Ingibjörg áfram á næstu fjórum árum með friðu föruneyti út og suður.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.7.2007 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.