Ég er ekki hætt að blogga!

Kæru vinir í bloggheimi.

Ég er ekki hætt að blogga þótt ég sé búin að vera í óvæntu og löngu bloggfríi. Það hefur gengið svo mikið á í lífi mínu að undanförnu að ég hef ekkert mátt vera að því að blogga. Nú er ég flutt til Akureyrar og er enn ónettengd þar sem ég bý í "gulu (flottu) blokkinni". Ég vinn nú hörðum höndum að því að fá nettengingu en það er eitthvert fyrirtæki skráð fyrir símanum í íbúðinni og mér gengur illa að ná í einhvern þar á bæ. Sem sagt bloggskrif standa til bóta og ég hef svo sannarlega frá mörgu að segja.

Nú bíð ég eftir heimsókn félagsmálanefndar Alþingis hingað á Jafnréttisstofu og ákvað að nota nokkrar mínútur til að minna á mig í bloggheimum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Til hamingju með nýja starfið og búsetuskiptin Kirstín. Gangi þér vel - ég veit þú munt láta gott af þér leiða.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.9.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband