4.6.2007 | 13:02
Kvennaklósettið 30 ára
Ég rakst á frétt um að búið væri að gefa bókina Kvennaklósettið eftir Marilyn French út að nýju. Hún kom út fyrir nákvæmlega 30 árum í Bandaríkjunum og þremur árum síðar hér á landi. Kvennaklósettið fór sem eldur yfir akur um heiminn og vakti mikla athygli. Í bókinni segir Marilyn French sögu giftrar konu í úthverfi sem brýst út úr hefðbundnu kvenhluverki og leitar eigin leiða. Bókin var mjög í samræmi við þá kenningu Betty Friedan að konur væru að sóa lífi sínu til lítils og samfélagið að verða af miklum mannauði með því að leggja ofuráherslu á hlutverk kvenna sem mæður og húsmæður. Marilyn French segir sögu kvenna sem tóku Friedan á orðinu og gerðust þátttakendur í kvennabyltingunni.
Síðan eru liðin 30 ár og það væri gaman að draga nú þessa bók upp úr pússinu og kanna hvernig hún hefur staðist tímans tönn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.