5.6.2007 | 17:50
Bókmenntaveisla
Í gćr hófst lestur tveggja íslenskra skáldsagna á rás 1 í Ríkisútvarpinu, báđar endurteknar. Halldór Laxness hóf lestur Atómstöđvarinnar kl. 17.45 í Víđsjá og eftir kvöldfréttir byrjađi Ţorsteinn Gunnarsson leikari sinn frábćra lestur á Drekum og smáfuglum eftir Ólaf Jóhann Sigurđsson.
Margar skáldsagna Halldórs Laxness voru mjög umdeildar á sínum tíma, engin ţó eins og Atómstöđin sem var skrifuđ á tímum mikilla ţjóđfélagsátaka. Hún fjallar um norđanstúlkuna Uglu sem kemur til Reykjavíkur til ađ verđa ađ manni og til ađ lćra á orgel. Hún gerist stofustúlka hjá ţingmanninum sínum sem er á kafi í samningum um herstöđvar og heima hjá honum ganga amerískir herforingjar um stofur. Allt annan heim er ađ finna hjá organistanum ţar sem skáld, listamenn og portkona sitja löngum stundum og rćđa lífiđ og tilveruna. Mörgum ráđamanninum fannst ađ sér vegiđ í sögunni en hún er einstök samtímalýsing auk ţess hvađ hún er bráđskemmtileg.
Saga Ólafs Jóhannes er síđasti hluti ţríleiks um blađamanninn Pál Jónsson, sveitamanns sem kemur til Reykjavíkur og kynnist ţar hringiđu borgarlífsins í gegnum starf sitt á blađinu Blysfara. Ísland er hernumiđ og Páll fylgist međ ţví hvernig íslenskt samfélag fer á annan endann. Öllum gildum er snúiđ viđ hvert var ţjóđin eiginlega ađ stefna?
Ţríleikur Ólafs Jóhanns er tilraun til ađ ná utan um og lýsa ţeim miklu breytingum sem urđu á íslensku samfélagi ţegar heimskreppunni lauk og nútíminn hélt innreiđ sína fyrir alvöru međ breskum og síđar bandarískum her. Hinn rólyndi Páll flćkist fram og aftur um völundarhús spillingar og grćđgi, ástar og svika og alls ţess annars sem viđ sögu kemur. Ţorsteinn gerir söguna einkar lifandi en ég verđ ađ segja eins og er ađ ţađ fór mjög í taugarnar á mér ţegar ég las ţessar sögur hve dauflegar og neikvćđar kvenpersónurnar voru. Ţar var ekki ein einasta kona sem hafđi eitthvađ til málanna ađ leggja. Skrýtiđ ţví Ólafur Jóhann var kvćntur miklum kvenskörungi. En, ég ćtla svo sannarlega ađ hlusta á báđar sögurnar.
Athugasemdir
Í bókum Ó.J. er ekki ein einasta áhugaverđa kvenpersóna. Jafnvel ađalhetjan í Slóđ fiđrildanna er fremur litlaus. Set hann sjálf í flokk međ mönnum eins og t.d. Milan Kundera hvađ ţetta varđar.
Hins vegar mćtti athuga hvort karlarnir séu nokkuđ skárri... ?
Ţóra Kristín Ţórsdóttir, 6.6.2007 kl. 10:51
Nú ruglar ţú saman Ţóra Kristín föđur og syni.
María Kristjánsdóttir, 6.6.2007 kl. 13:27
Ćjćj, ekki smart. Takk samt:)
Ţóra Kristín Ţórsdóttir, 9.6.2007 kl. 10:57
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.