Kenningar um krabbamein

Ég lagði leið mína í Háskólabíó í dag til að hlusta á Jane Plant en hún hefur sett fram kenningar um tengsl mataræðis og vaxandi tíðni krabbameins. Jane Plant glímdi sjálf við brjóstakrabbamein og velti mikið fyrir sér orsökum þess að hún veiktist. Hún vann við rannsóknir í Kína og það vakti athygli hennar hve fátítt krabbamein var í því stóra landi en þar hefur til skamms tíma tíðkast allt annað mataræði en á Vesturlöndum, einkum byggt á hrísgrjónum og grænmeti. Amerísk ómenning er hins vegar að berast til Asíu eins og annarra heimshluta og það er eins og við manninn mælt, krabbameinstilfellum fjölgar.

Í stuttu máli sagt heldur Plant því fram að annars vegar sé fæði okkar allt of súrt og hins vegar að við séum að dæla í okkur alls kyns auka- og eiturefnum sem geta valdið krabbameini. Aðalsökudólgurinn er að hennar dómi allur sá mjólkurmatur sem við Vesturlandabúar neytum.  Eftir að hún veiktist var henni ráðlagt að borða jógúrt og hún veiktist að nýju. Eftir að hún hætti algjörlega að borða mjólkurmat, hvarf krabbameinið. Fleiri hafa sömu sögu að segja og meðal lærisveina hennar er dr. Oddur Benediktsson prófessor.

Það hefur lengi verið talið að samhengi væri milli lífsstíls og vaxandi tíðni krabbameins. Bent hefur verið á áhættuþætti eins og reykingar, mengun, geislun og slæmt mataræði, t.d. unnar matvörur. Plant bendir á að við séum alls ekki gerð til að þamba mjólk alla ævina og það sem verra er, nútímamjólk geldur fyrir áburð, hormóna, lyf og annað það sem kúnum er gefið. Plant sýndi mynd af breskum kúm sem búið er að rækta þannig að þær hafa nánast engin hold en gríðarleg júgur. Við vitum að umhverfi okkar er orðið mjög mengað og mjólkin fer ekki varhluta af því.

Hver eru ráðin? Jú, að draga sem mest úr neyslu mjólkurvara og alveg ef fólk veikist af krabbameini. Auka neyslu á lífrænu grænmeti, ávöxtum, baunum, sojaafurðum og hætta neyslu á nauta- og svínakjöti sem helst verður fyrir barðinu á ræktun og hormónagjöfum. Þá þarf vart að nefna nauðsyn þess að auka hreyfingu.

Því meira af ávöxtum og grænmeti í bland við hreyfingu og aðra hollustu, því betra.

Jane Plant hefur meðal annars skrifað bókina: Your Life in Your Hands: Understanding, Preventing and Overcoming Breast Cancer (2006).  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er mjög áhugavert...

Annað sem náði athygli minni fyrir nokkrum árum síðan (þegar aðili sem ég þekkti vel fékk hvítblæði) var umræðan um Laetrile (B-17 vítamín). Þetta er afar fróðleg lesning sem ég mæli með: http://www.worldwithoutcancer.org.uk/

Atli (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 17:37

2 identicon

Íslenskar mjólkurvörur eru ekki eins og mjólkurvörur sem keyptar eru erlendis eða hvað? Eru Íslensk dýr fóðruð á sama  hátt og erlendis. Ég hef að vísu trú á því að mataræði hefur mikið að segja, en er búið að gera rannsókn á því hvort fólk sem kemur frá Asíu og býr í Evrópu sé eins viðkvæmt fyrir krabbameini er þetta genatengt eða eru það mjólkurvörurnar sem hafa þessi áhrif.

Eydís (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 18:51

3 identicon

Ósköp fannst mér sorglegt að lesa þennan pistil en auðvitað er enginn óhulltur fyrir falsspámönnum sem kunna að færa töfralausnir sínar í trúverðugan búning. Sú kenning að hægt sé að lækna krabbamein með því að sleppa mjólkurmat stenst ekki snefil af gagnrýni. Engar vísindalegar rannsóknir eru til sem staðfesta hana og það veit Jane Plant örugglega því hún er vísindamaður. Svo virðist sem að glíman við skelfilegan sjúkdóm hafi svipt Jane Plant rökhugsuninni þegar að krabbameini kemur. Kenning hennar um samband tíðni ákveðinna krabbameina og mataræðis er að sumu leyti áhugaverð en þegar kemur að því að álykta út frá þessari kenningu gerir Jane Plant sig seka um kórvillu. Lág tíðni brjóstakrabbameins og lítil mjólkurneysla í Kína gefur EKKERT tilefni til þess að fullyrða að LÆKNA megi krabbamein með því að sleppa mjólkurmat. Orsök krabbameins og lækning þess er tvennt ólíkt. Jane Plant hefur það sér til málsbóta að hafa sjálf barist við krabbamein en sú erfiða reynsla virðist gera henni ókleyft að horfa hlutlægt á þennan sjúkdóm. Hinir sem básúna þessa kenningu til þess að selja bækur eða varning eiga sér engar málsbætur. Það er viðurstyggilegt að vekja falsvonir hjá fólki sem haldið er alvarlegum sjúkdómum.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:26

4 identicon

Ósköp fannst mér sorglegt að lesa þennan pistil en auðvitað er enginn óhulltur fyrir falsspámönnum sem kunna að færa töfralausnir sínar í trúverðugan búning. Sú kenning að hægt sé að lækna krabbamein með því að sleppa mjólkurmat stenst ekki snefil af gagnrýni. Engar vísindalegar rannsóknir eru til sem staðfesta hana og það veit Jane Plant örugglega því hún er vísindamaður. Svo virðist sem að glíman við skelfilegan sjúkdóm hafi svipt Jane Plant rökhugsuninni þegar að krabbameini kemur. Kenning hennar um samband tíðni ákveðinna krabbameina og mataræðis er að sumu leyti áhugaverð en þegar kemur að því að álykta út frá þessari kenningu gerir Jane Plant sig seka um kórvillu. Lág tíðni brjóstakrabbameins og lítil mjólkurneysla í Kína gefur EKKERT tilefni til þess að fullyrða að LÆKNA megi krabbamein með því að sleppa mjólkurmat. Orsök krabbameins og lækning þess er tvennt ólíkt. Jane Plant hefur það sér til málsbóta að hafa sjálf barist við krabbamein en sú erfiða reynsla virðist gera henni ókleift að horfa hlutlægt á þennan sjúkdóm. Hinir sem básúna þessa kenningu til þess að selja bækur eða varning eiga sér engar málsbætur. Það er viðurstyggilegt að vekja falsvonir hjá fólki sem haldið er alvarlegum sjúkdómum.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:30

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kristín. ( frænka ætti ég víst að segja )

Þetta sem þú hér ræðir hefur mér orðið mikið umhugsunarefni og ég rætt og reifað við nokkra varðandi það atriði er mjólkurframleiðsla í sveitum hér á landi dróst saman og fólk hóf að kaupa gerilsneydda mjólk til neyslu , fólk sem hafði drukkið mjólk með gerlum allt sítt líf áður. Pabbi heitinn greindist með krabba á lokastigi og dó skömmu síðar, en hann var bóndi og einn af þeim sem hætti mjólkurframleiðslu við búháttabreytingar eins og margir aðrir.

Hann var hins vegar ekki einn sem krabbinn felldi heldur voru það sennilega að minnsta kosti hálfur tugur jafnaldra hans í sömu stöðu sem bændur, á fremur skömmum tíma.

Mín kenning er sú að mjólkin og gerilsneyðingin kunni að eiga þarna einhvern þátt , hve mikinn veit maður ekki, en þetta er áhugavert umræðuefni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.6.2007 kl. 01:27

6 Smámynd: Guðrún Hulda

Takk fyrir að blogga um fyrirlesturinn! Komst nefnilega ekki sjálf. Ég kann vel að meta svona fræðandi blogg

Guðrún Hulda, 8.6.2007 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband