Spennandi njósnakvendi

Ég hef lengi haft mikinn áhuga á millistríđsárunum og heimsstyrjöldinni síđari. Ţetta var um margt mjög spennandi tími. Fyrst umbrot og uppgjör viđ ríkjandi gildi sem m.a. birtust í listum og "nýju konunni", síđan harđstjórn og hreinsanir Stalíns í Sovétríkjunum og uppgangur nasista og fastista í nokkrum ríkjum Evrópu sem leiddi til síđari heimsstyrjaldarinnar. Hvernig gat ţetta gerst og ţađ í Evrópu? Viđ ţá spurningu hafa sagnfrćđingar, félags- og sálfrćđingar sem og ađrir frćđimenn glímt áratugum saman.

Í gćrkvöldi sá ég brot af heimildamynd um sćnsku söngkonuna Zarah Leander (1907-1981) en hún var einkar vinsćl í Ţýskalandi á fjórđa áratugnum og mjög hampađ af nasistum. Hún var fráskilin tveggja barna móđir og hélt sig eins fjarri glaumi nasistalífsins og hún komst upp međ. Hún er samt grunuđ um ađ hafa stundađ njósnir í Ţýskalandi en ekki kemur fram í heimildum fyrir hvern. Ég fór sem sagt ađ lesa mér til um Zöru sem kom sér frá Ţýskalandi 1943 ţegar halla tók undan fćti hjá Ţjóđverjum. Skýringin er m.a. sú ađ ađdáendur hennar og yfirvöld ţrýstu á hana ađ gerast ţýskur ríkisborgari en ţađ vildi hún ekki. Ef satt er ađ hún hafi njósnađ ţurfti hún kannski ađ forđa sér. Ţótt Svíar hafi ađ mestu veriđ "hlutlausir" í styrjöldinni var heimkoman Zöru mjög erfiđ vegna ţess orđspors sem af henni fór sem nasistasöngkonu.  

Í kaflanum um Zöru var nefnd önnur kona sem ég ćtla svo sannarlega ađ kynna mér betur. Ţađ er Olga Chekhova (1897-1980) en hún var ein ţekktasta og vinsćlasta kvikmyndaleikkona ţriđja ríkisins. Til eru myndir af henni viđ hliđ Hitlers en hún var einkum í vinfengi viđ Göbbels áróđursmálaráđherra sem nefnir hana oft í dagbókum sínum (ég sá reyndar heimildamyndir um ţćr í vetur). Olga var Rússi af ţýskum ćttum, frćnka leikskáldsins Anton Thekovs (eins og viđ skrifum nafniđ oftast) og hún giftist frćnda hans. Eftir ađ hún skildi hélt hún til Ţýskalands ţar sem hún náđi miklum frama í kvikmyndum.

En viti menn. Hún njósnađi fyrir Sovétríkin. Ţađ kom í ljós ţegar skjalasöfn voru opnuđ um sinn eftir fall Sovétríkjanna. Breski sagnfrćđingurinn Antony Beevor hefur skrifađ bók um hana sem heitir The Mystery of Olga Chekhova. Beevor var hér á ferđ í vetur vegna útkomu bókar hans um Fall Berlínar og ţađ er viđtal viđ hann í nýjasta hefti Sögu. Enn ein spennandi bókin sem ég verđ ađ lesa.

Taliđ er ađ ástćđan fyrir ţví ađ Olga stundađi njósnir hafi fremur veriđ sú ađ hún var ađ verja fjölskyldu sína í Rússlandi fremur en af hollustu viđ ríki Stalíns. Bróđir hennar var í rússnesku leyniţjónustunni og réđi hana til starfa. Ţađ sýnir sterka stöđu hennar ađ hún var handtekin eftir fall Berlínar 1945 og flutt til Moskvu til yfirheyrslu en sleppt nokkrum dögum síđar og send aftur til Berlínar. Eftir styrjöldina féll nafn hennar ađ mestu í gleymsku og dá.

Ţćr eru margar sögurnar sem ekki hafa veriđ sagđar af konum fyrri tíma en nú er veriđ ađ draga ţćr fram í dagsljósiđ. Ţessar tvćr konur eru dćmi um frćgar konur sem léku tveimur skjöldum ţótt ekki sé alveg ljóst hvađa hlutverk Zarah Leander lék í sögu ţriđja ríkisins.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband