Kvennaslóðir í gang á ný

Það er eins gott að leiðrétta síðasta pistil því ég sá í Mogganum í morgun að Einar Oddur mætti til að taka við bleika steininum í gær. Hann hefur sem betur fer sannfærst um að það ætti ekki að gera grín að honum heldur að hvetja hann til dáða. Nú bíðum við eftir aðgerðum þeirra norðvestanmanna til að bæta stöðu kvenna.

Að öðru máli. Á morgun stendur mikið til hjá okkur á Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Gagnagrunnurinn Kvennaslóðir verður opnaður að nýju við hátíðlega athöfn kl. 12.00 í sal Þjóðminjasafnsins. Þorgerður Katrín opnar grunninn en menntamálaráðuneytið hefur ásamt fleiri aðilum styrkt endurgerð grunnsins. Gamli grunnurinn reyndist full flókinn og seinvirkur en nú er heldur betur búið að breyta útlitinu og einfalda skráningu.

Kvennaslóðir er upplýsingabanki um konur sem eru sérfræðingar á öllum hugsanlegum sviðum.  Hann er ætlaður fjölmiðlum, stjórnendum og stjórnvöldum sem leita að viðmælendum eða fulltrúum í stjórnir og ráð. Reynslan og rannsóknir sýna að það er mikil þörf fyrir svona upplýsingabanka. Konur eru aðeins 30% viðmælenda í fjölmiðlum og hlutur kvenna í stjórnum og ráðum jafnt á einkamarkaði sem hinum opinbera er svo rýr að tárum tekur. Þar stöndum við Íslendingar langt að baki annarra vestrænna þjóða sem við berum okkur saman við. Það á að jafna stöðu kynjanna og stofnanir samfélagsins eiga að endurspegla þjóðfélag beggja kynja. Kvennaslóðir eru tæki til þess.

Nú tekur vonandi við betri tíð  með blóm í haga, sæta, langa sumardaga, með brosandi sem alvarlega kvensérfæðinga út um allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi H.

Stórgott.

þegar gagnabankinn opnaði á sínum tíma, birtust auglýsingar í fyrstu, en svo ekki meir. Væri ekki ráð að "linkatengja" hann betur í nýrri útgáfu-

Það er eitt að setja hann upp, annað að koma fólki (fjölmiðlum, stjórnendum og stjórnvöldum) uppá lagið með að nota hann.

bestu lukku, bráðsnjallt.

Tryggvi H., 20.6.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband